Ýtið hér til að fara á viðburðurinn á Facebook
Hlaupin gengu vonum framar hjá feðginunum Ágústi og Melkorku Kvaran í þágu átaksins Útmeð´a. Tekið af Mbl.is
Nú eru sjálfshjálparhópar Geðhjálpar komnir á fullt skrið eftir sumarfrí. Kvíðahópurinn fundar alltaf milli kl. 19 og 20.30 á miðvikudagskvöldum. Geðhvarfahópurinn fundar á fimmtudagskvöldum frá kl. 20. Fundirnir eru haldnir í húsakynnum Geðhjálpar við Borgartún 30, 2. hæð, og er aðgangur að sjálfsögðu ókeypis. Áhugasamir eru hvattir til að mæta. Engin skráning, ekkert vesen!
Feðginin Melkorka og Ágúst Kvaran láta svo sannarlega ekki sitt eftir liggja í stuðningi sínum við Útmeð’a forvarnarverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Þau ætla að hlaupa 40 og 170 km til styrktar Útmeð’a í Frönsku Ölpunum frá 19. ágúst næstkomandi. Ágúst á 64 ára afmæli sama dag og hann hefur 170 km hlaupið. […]
Ert þú að hlaupa fyrir Geðhjálp eða Útmeð’a forvarnarverkefni Geðhjálpar og Hjálparsímans í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka 20. ágúst? Ef svo er viljum við hvetja þig til að sækja þér bol merktan félaginu eða forvarnarverkefninu á skrifstofu Geðhjálpar í Borgartúni 30 fyrir hlaupið. Bolunum er úthlutað ókeypis til hlaupara á meðan birgðir endast á skrifstofunni mill kl. […]
Málþing Geðhjálpar í samstarfi við Geðlæknafélag Íslands, Félagsráðgjafafélag Íslands, Iðjuþjálfafélag Íslands og Sálfræðingafélag Íslands um greiningar, geðlyfjanotkun og sjúkdómsvæðingu. Heiðursgestur er hinn þekkti bandaríski geðlæknir, fyrirlesari og höfundur bókarinnar Saving Normal Allen Frances.
Dr. Gabor Maté, einn áhugaverðasti fyrirlesari okkar tíma á sviði mannræktar, fyllir Silfurberg í Hörpu þann 12. júní. Viðburðurinn er studdur af Geðhjálp. Kynnið ykkur málið http://en.harpa.is/events/dr-gabor-mate Fyrirlestur af youtube hér
Geðhjálp býður þér og þínum í létta fjallgöngu upp Úlfarsfell undir leiðsögn Ágústar Guðmundssonar, Útmeð‘a hlaupara með meiru fimmtudaginn 26. maí.
í Pálínuboð og á frumsýningu stuttra kynningarmyndbanda um úrræði á geðheilbrigðissviðinu hjá Geðhjálp í Borgartúni 30 fimmtudaginn 12. maí kl. 15.
Þér er boðið á heimsfrumsýningu kvikmyndarinnar GRÆÐANDI RADDIR í húsakynnum Geðhjálpar í Borgartúni 30 föstudaginn 29. apríl kl. 16. Í kvikmyndinni segja þrír forkólfar notendahreyfingarinnar í Bandaríkjunum sögu sína í viðtölum á fimm ára tímabili. Sérfræðingar á borð við Robert Whitaker, dr. Bruce Levine, Will Hall og Marius Romme fjalla um sögu geðheilbrigðisþjónustu, mannréttindabrot og […]
Tilveruhópurinn undir stjórn Hrannars Jónssonar er kominn í ótímabundið frí frá og með 14. apríl
Þér er boðið. Þann 14. apríl næstkomandi kl.19:30 mun Guðbjörg Sveinsdóttir geðhjúkrunarfræðingur koma til okkar í Geðhjálp í Borgartúni 30 til að halda fyrirlestur um eðli og þýðingu raddheyrnar. Umræður að loknum fyrirlestri. Kaffi og léttar veitingar í boði Geðhjálpar
Aðalfundur félagsins var sl. laugardag, 19. mars. Stjórn Geðhjálpar skipa nú eftirtaldir: Hrannar Jónsson, formaður Maggý Hrönn Hermannsdóttir Sylviane Lecoultre Þórður Ingþórsson Bergþór G. Böðvarsson Ágúst Beaumont Halldóra Pálsdóttir Sveinn Rúnar Hauksson Sigþrúður Þorfinnsdóttir
Minnum á aðalfund Geðhjálpar í Borgartúni 30 laugardaginn 19. mars kl. 14. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf: Tillögur um framboð til stjórnar kynntar. Skýrsla stjórnar um störf félagsins á liðnu starfsári. Skýrsla gjaldkera og staðfesting reikninga félagsins fyrir liðið reikningsár. Ákvörðun um félagsgjald næsta árs. Tillögur til lagabreytinga. Kosning stjórnarmanna og skoðunarmanna. Önnur mál. Félagar […]
Þér er boðið á kynningarfund um Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks í Borgartúni 30 þriðjudaginn 15. mars kl. 19:30. Rannveig Traustadóttir, prófessor í fötlunarfræði, kynnir samninginn. Alma Ýr Ingólfsdóttir, mannréttindalögfræðingur, fjallar sérstaklega um 12. greinina um réttarstöðu til jafns við aðra. Kaffi og léttar veitingar í boði Geðhjálpar.