Það styttist í þorrann og eins og undanfarin ár standa landssamtökin Geðhjálp fyrir geðræktarátakinu G-vítamín á þorranum með það að markmiði að setja geðrækt á oddinn og árétta mikilvægi hennar hvern dag. Í ár er leitað til upprunans og G-vítamínin sett í geðræktardagatal sem stendur á borði.