Yfir þorrann, þá býður Geðhjálp upp á dagleg hollráð til þess að bæta geðheilsu. Við köllum þessi hollráð G vítamín. Við vitum öll að það er hollt að hreyfa sig reglulega og taka vítamín daglega. En það gleymist gjarnan að rækta og vernda geðheilsu okkar. Þess vegna mælum við með að taka G vítamín á hverjum degi, sérstaklega í skammdeginu. Í ár býður Geðhjálp auk þess upp á sérstaka G vítamín dropa sem eru notaðir samhliða daglegri geðrækt. Með dropunum fylgja leiðbeiningar um notkun ásamt QR-kóða sem beinir notandanum á G vítamín dagsins.