10. október 2021
Hvernig ræktar þú geðheilsuna?

Í nýjasta blaði Geðhjálpar voru valinkunnir einstaklingar fengnir til þess að gefa góð ráð um hvernig hægt sé að rækta geðheilsuna. Smelltu á fréttina til þess að kynna þér ráðin frá Elizu Reid forsetafrú, Tómasi Þór Þórðarsyni íþróttamanni, Guðrúnu Árný Karlsdóttur tónlistarkonu ásamt fleirum.

Lesa meira
9. október 2021
„Sjálfsagður hlutur að stunda geðrækt rétt eins og líkamsrækt“

„Af hverju líður unga fólkinu svona illa?“ er áleitin spurning sem kemur æ oftar upp í umræðum hér hjá okkur í Grófinni Geðrækt. Við fáum til okkar ráðamenn og gesti í heimsóknir sem leita eftir svari við spurningunni, og okkar unga fólk hér í Grófinni veltir þessu fyrir sér á fundum sínum innanhúss. Rannsóknir sýna svart á hvítu hvernig geðheilsu ungs fólks fer hrakandi, en orsakirnar eru ekki endilega skýrar.

Lesa meira
9. október 2021
„Hugvíkkandi efni eins og speglasalur lífs þíns“

Sara María Júlíudóttir, jógakennari og markþjálfi, hóf meðvitað andlega vegferð sína fyrir nokkrum árum. Á þeirri vegferð prófaði hún hugvíkkandi efni í fyrsta sinn og segir þá reynslu hafa fært sér nýjan skilning á sjálfa sig og lífið og í gegnum hugvíkkandi efni hefur hún unnið úr áföllum lífsins. Sara María sér fyrir sér að innan nokkurra ára verði hugvíkkandi efni notuð sem meðferð í geðheilbrigðismálum undir eftirliti og stjórn fagaðila.

Lesa meira
8. október 2021
Er heimurinn afstaða okkar til hans?

Maðurinn er drifinn áfram af rafmagni – heilinn, hjartað ganga hvoru tveggja fyrir sakir rafmagns – það er spenna í okkur – straumur – tíðni – orka eða á rafmáli; kílóvött. Við fæðumst inn í heiminn – nær oftast afsprengi kærleiks og boðspennu, samruna rafmagns. Svo göngum við jörðina – bindum okkur við hana, yrkjum hana, á meðan himinn hvílir yfir okkur og alheimurinn snýst um sjálfan sig og við með – við erum misstöðugur leiðari milli himins og jarðar.

Lesa meira
8. október 2021
Geðhjálparblaðið 2021

Blað Geðhjálpar er komið út! Blaðið er stútfullt af áhugaverðu efni, pistlum og viðtölum en til að mynda er rætt við Bergþór Grétar Böðvarsson, notendafulltrúa á LSH og verkefnastjóri hjá Hlutverkasetri, og Söru Maríu Júlíudóttur sem stundar háskólanám í meðferð hugvíkkandi efna. Í blaðinu er auk þess að finna góð ráð um hvernig hægt sé að rækta geðheilsuna og pistil um þvingunarlaust Ísland, svo fátt eitt sé nefnt.

Lesa meira
20. september 2021
Morgunrútína á Zoom

Ástrós Erla í Life of a Spirit býður öllum þeim sem hafa áhuga að vera með í morgunrútínunni hennar tvisvar í viku. Morgunrútínan hennar inniheldur blöndu af jóga, sjálfsheilun, orkuæfingum, hugleiðslu, öndunaræfingum og slökun.

Lesa meira
14. september 2021
(V)ertu úlfur?

Þjóðleikhúsið í samstarfi við Geðhjálp, Hlutverkasetur, Geðlæknafélag Íslands og heilbrigðisráðuneytið stendur fyrir samtali um geðheilbrigði á Stóra sviði Þjóðleikhússins mánudagskvöldið 20. september kl. 20, í tengslum við hina geysivinsælu leiksýningu Vertu úlfur. Aðgangur er ókeypis og öllum opinn.

Lesa meira
9. september 2021
LITKA fyrir Geðhjálp

Myndlistarfélagið LITKA og Geðhjálp bjóða á myndlistarsýningu í Tjarnarsalnum í Ráðhúsi Reykjavíkur. Opnun sýningarinnar verður á laugardaginn 11. september kl. 13. Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar ávarpar gesti af því tilefni. Vilja félögin með þessum hætti minna á geðheilbrigðismál og um leið hve mikið list og listsköpun nærir mannsandann.

Lesa meira
6. september 2021
Geðhjálp fundar með forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra

Geðhjálp átti góðan fund með forsætisráðherra og heilbrigðisráðherra sl. föstudag. Á dagskrá fundarins voru geðheilbrigðismál með sérstaka áherslu á hugmyndafræði og áhyggjur Geðhjálpar af nauðung og þvingunum gagnvart notendum geðheilbrigðiskerfisins.

Lesa meira
29. ágúst 2021
Okkar heimur

Okkar heimur er að fara af stað með fjölskyldusmiðjur sem eru fyrir fjölskyldur þar sem foreldri eða forráðamaður er með geðrænan vanda. Þær verða haldnar í Reykjavík og hefjast þær 21. september. Þær eru fjölskyldum að kostnaðarlausu en opið er fyrir umsóknir til 14. september.

Lesa meira
3. ágúst 2021
Styrktarsjóður geðheilbrigðis auglýsir eftir umsóknum

Tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði íbúa Íslands og/eða skilning þar á. Fimm manna fagráð metur innsendar umsóknir og leggur tillögur að úthlutun styrkja fyrir sjóðsstjórn til ákvörðunar.

Lesa meira
16. júlí 2021
Grein: Þjóðin þarf...

Formaður Geðhjálpar, Héðinn Unnsteinsson, birti grein á vefsíðu Fréttablaðsins nýlega. Hægt er að nálgast hana hérna fyrir neðan, vinsamlegast smellið á "Lesa meira" til að lesa hana alla á frettabladid.is. Rétt eftir hrun þegar áætlanir um nýjan Landsspítala komust til framkvæmda kom á óvart að ekki væri gert ráð fyrir nýju húsnæði fyrir geðdeildir Landspítalans. […]

Lesa meira
16. júlí 2021
Sumarlokun skrifstofu Geðhjálpar 2021

Lokað er hjá Geðhjálp frá 16. júlí og opnar aftur 9. ágúst. Frekari upplýsingar er á Gedhjalp.is. Símar sem eru alltaf opnir eru hjá Rauða Krossinum sem er 1717 og hjá Píeta sem er 552-2218. Ef um neyðartilvik er að ræða er hægt að hringja í 112 eða leita á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Þar er […]

Lesa meira
7. júní 2021
Ábendingar Geðhjálpar vegna viðbragða mannréttindabrota í heilbrigðiskerfinu

Til fjölmiðla og Alþingis Geðhjálp veltir fyrir sér getu Landlæknisembættisins til að sinna eftirliti með heilbrigðisstofnunum. Geðhjálp hefur áhyggjur af viðbrögðum stjórnenda Landspítalans vegna gagnrýnna ábendinga sem settar hafa verið fram um starfsemi móttöku-, öryggis- og réttargeðdeilda spítalans. Geðhjálp leggur til að kannað verði hvernig  fyrirbyggja megi mannréttindabrot og lögbrot gagnvart notendum geðheilbrigðisþjónustu. Geðhjálp veltir […]

Lesa meira
25. maí 2021
Öflugur sjóður stofnaður til að stuðla að framförum og nýsköpun í geðheilbrigðismálum landsmanna

Styrktarsjóður geðheilbrigðis hefur verið stofnaður með 100 milljóna króna framlagi Geðhjálpar. Óskað hefur verið eftir að ríkið verði einnig stofnaðili með sama framlagi og jafnframt því hefur verið leitað eftir stuðningi atvinnulífsins. Mikið er í húfi. Að baki liggur fullvissa um að fara verði nýjar og fjölbreyttari leiðir til að bæta geðheilsu landsmanna og bregðast […]

Lesa meira
10. maí 2021
Aðalfundur Geðhjálpar 2021

Aðalfundur landssamtakanna Geðhjálpar fór fram laugardaginn 8. maí sl. í Valsheimilinu við Hlíðarenda. Á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Ársskýrsla (ýtið hér fyrir pdf-útgáfu) og reikningar (ýtið hér fyrir pdf-útgáfu) samtakanna voru lögð fram til kynningar og staðfestingar.  Niðurstaða rekstrar samtakanna árið 2020 var rúmlega 15 m.kr. hagnaður. Í stjórn samtakanna voru kjörin ný í stjórn […]

Lesa meira
1. maí 2021
Aðalfundur 2021 - Kynning á frambjóðendum og fundargögn
Lesa meira
29. apríl 2021
Ábending í tengslum við umfjöllun fjölmiðla

Geðhjálp gerir alvarlegar athugasemdir við umfjöllun Fréttablaðsins og annarra miðla í tengslum við réttarhöld yfir grunuðum manni í tengslum við hörmulegan bruna sem varð á Bræðraborgarstíg í ágúst sl. Umfjöllunin er á köflum fordómafull í garð þeirra sem glíma við geðrænan vanda og tekur ekki mið af viðmiðum til að draga úr fordómafullri umræðu um […]

Lesa meira
8. apríl 2021
Aðalfundur Geðhjálpar 2021

Aðalfundur Geðhjálpar verður haldinn laugardaginn 8. maí kl. 14 í Valsheimilinu við Hlíðarenda (Salur á 2. hæð). Á dagskrá verða venjuleg aðalfundarstörf. Kynning á frambjóðendum og fundargögn

Lesa meira
31. mars 2021
Gleðilega Páska frá Geðhjálp 2021

Geðhjálp óskar þér og fjölskyldu þinni gleðilegrar páskahátíðar og vonar að þið eigið eftir að eiga saman notalega daga um hátíðarnar. Skrifstofa Geðhjálpar opnar aftur að loknu páskafríi þriðjudaginn 6. apríl. Símar sem eru alltaf opnir eru hjá Rauða Krossinum sem er 1717 og hjá Píeta sem er 552-2218. Ef um neyðartilvik er að ræða […]

Lesa meira
30. mars 2021
Grein: Geð­heilsa Ís­lendinga

Héðinn Unnsteinsson, Elín Ebba Ásmundsdóttir og Grímur Atlason skrifuðu nýlega grein sem var birt á Visir.is í dag (30.03.2021). Hlekkur á hana er hérna fyrir neðan. "Það að bregðast við núna og setja geðheilsu í forgang er skynsamlegt í alla staði. Með því tökumst við á við áskoranir dagsins í dag og nánustu framtíðar en […]

Lesa meira
16. mars 2021
Umsögn Landssamtakanna Geðhjálpar um þingsályktunartillögu um uppbyggingu geðsjúkrahúss

Alþingi ÍslandsVelferðarnefnd Nefndarsvið Alþingis Reykjavík 12. mars 2021 Landssamtökin Geðhjálp fagna þingsályktunartillögu um uppbyggingu geðsjúkrahúss. Húsnæði geðsviðs Landspítalans (LSH) er að margra mati úr sér gengið og má segja að það hafi hvorki þróast í takt við framfarir né aðrar breytingar í málaflokknum. Geðhjálp fagnar því einnig að horft sé til út fyrir landsteinana þegar […]

Lesa meira
22. febrúar 2021
Innleiðing nýs verkefnis : hlutastörf

Geðhjálp leitar að tveimur einstaklingum í hlutastörf við að innleiða nýtt verkefni fyrir börn foreldra með geðrænan vanda. Ertu leiklistarmenntaður, félagsfræðingur, hjúkrunarfræðingur eða sálfræðingur með brennandi áhuga á að efla geðheilbrigðismál á Íslandi? Þá gæti þetta verið eitthvað fyrir þig!

Lesa meira
20. janúar 2021
G-vítamín í boði Geðhjálpar

Við þurfum öll að rækta og vernda geðheilsu okkar. Rétt eins og með líkamlega heilsu, þar sem öllum er ráðlagt að taka vítamín daglega, gerir margt smátt eitt stórt í geðrækt. Geðhjálp býður því 30 skammta af G-vítamíni á þorranum; ráðleggingar sem er ætlað að bæta geðheilsu. Dagatal með G-vítamínsskömmtum verður sent á hvert heimili […]

Lesa meira
31. desember 2020
Hugleiðsla á Zoom

Hugleiðslan er opin öllum og kostar ekkert. Fer fram á netinu á meðan samkomutakmarkanir er í gildi. Kennari er Birgir Þorsteinn Jóakimsson jógakennari. Hann lauk kennaranámi hjá Jóga stúdíói og Yogi Shanti Desai sumarið 1998.

Lesa meira
30. desember 2020
Geðhjálp fær styrk úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen

Geðhjálp fékk í morgun afhentan styrk upp á hálfa milljón úr minningarsjóði Gunnars Thoroddsen við hátíðlega en fámenna athöfn í sal Ráðhússins. Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, tók við styrknum fyrir hönd Geðhjálpar. Hann sagði við það tækifæri: „Þegar kemur að vanlíðan og mögulegum geðröskunum ætti notendum ætíð að vera gefið val. Við ættum að nýta […]

Lesa meira
18. desember 2020
Ályktun stjórnar landssamtakanna Geðhjálpar vegna niðurgreiðslu sálfræðimeðferðar

Í vor samþykkti Alþingi breytingar að lögum um sjúkratryggingar sem tóku til niðurgreiðslu sálfræðimeðferðar. Þetta er fagnaðarefni en að sama skapi vonbrigði að ekkert fjármagn fylgdi samþykkt Alþingis. Nú hefur komið fram að fjárlaganefnd Alþingis hafi lagt til að 100 m.kr. verði veitt árið 2021 í að niðurgreiða sálfræðimeðferð í gegnum sjúkratryggingar Íslands. Þetta eru […]

Lesa meira
20. nóvember 2020
Reynslusaga frá málþingi Geðhjálpar

Reynslusaga Sigríður Gísladóttir sem hún flutti á málþingi á vegum Geðhjálpar og Geðverndarfélag Íslands þann 19. nóvember sl. Afar áhrifarík frásögn svo ekki sé meira sagt. 

Lesa meira
12. nóvember 2020
Afhending 30.093 undirskrifta kl. 12.15 í dag

Sveinn Rúnar Hauksson og Elín Ebba Ásmundsdóttir afhentu nú í hádeginu Svandísi Svavarsdóttur, heilbrigðisráðherra, 30.093 undirskriftir þeirra sem vilja setja geðheilsu í forgang. undirskriftasöfnunarinnar. Jafnframt afhentu fulltrúar Geðhjálpar þær 9 aðgerðir sem samtökin setja á oddinn til þess að geðheilsa verði sett í forgang. Aðgerðirnar eru flestar á ábyrgð heilbrigðisráðherra en þær falla einnig undir […]

Lesa meira
22. október 2020
Liggur svarið í náttúrunni?

Framsaga og umræður um mögulega framtíð vitundarvíkkandi efna í geðheilbrigðisþjónustu fór fram fimmtudaginn 22. október frá kl. 15:00 til 18:30. Vegna sóttvarnaaðgerða var málþingið eingöngu á netinu. Frummælandi var dr. Robin Carhart-Harris forstöðumaður rannsóknaseturs um vitundarvíkkandi efni hjá Imperial College í London.

Lesa meira
15. október 2020
Geðhjálparblaðið 2020 - 39.is

Blað Geðhjálpar er komið út. Stútfullt af orsakaþáttum geðheilsu! Hér er hægt að sækja það í PDF-formi: Geðhjálparblaðið 2020 - 39.is

Lesa meira
14. október 2020
Ályktun stjórnar og fulltrúaráðs Mannréttindaskrifstofu Íslands

Í hlekkinum hérna fyrir neðan er ályktun stjórnar og fulltrúaráðs Mannréttindaskrifstofu Íslands um mannréttindi á tímum Covid í pdf-formi. Ályktun stjórnar og fulltrúaráðs Mannréttindaskrifstofu Íslands

Lesa meira
6. október 2020
Hugleiðsla hjá Geðhjálp

Vegna tilmæla frá sóttvarnalækni og almannavörnum fellum við niður Hugleiðslu í kvöld og þriðjudaginn 13. október að minnsta kosti.

Lesa meira
1 4 5 6 7 8 10
Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram