5. júlí 2022
Vinningar í G-vítamín happdrættinu skulu sóttir fyrir 30. september 2022

Fyrr á þessu ári bauð Geðhjálp upp á 30 skammta af G-vítamíni á þorranum, litlum og léttum ráðum sem er ætlað að rækta geðheilsuna. Dagatalið með þessum 30 skömmtum var einnig happdrættismiði en allur ágóði af sölu dagatalsins fór í Styrktarsjóð geðheilbrigðis. Þann 18. febrúar síðastliðinn var dregið úr seldum happdrættismiðum hjá Sýslumanni á höfuðborgarsvæðinu en vinningar skulu sóttir fyrir 30. september 2021.

Lesa meira
3. júlí 2022
Hættum að brjóta lög á fólki með geðrænar áskoranir

Umboðsmaður Alþingis segir í nýju áliti (15. júní 2022) að ekki séu fyrir hendi fullnægjandi heimildir í lögum til vistunar á öryggisgangi réttargeðdeildar. Er þetta þriðja álit/skýrsla umboðsmanns á síðustu þremur árum þar sem fram kemur að ekki séu lagaheimildir fyrir þeim þvingandi aðgerðum sem sjúklingar á geðdeildum landsins eru beittir. Á þetta hefur Geðhjálp ítrekað bent á og þá staðreynd að brotið sé á mannréttindum inni á stofnunum landsins nær daglega.

Lesa meira
24. júní 2022
Ísland fær enn eina falleinkunnina í geðheilbrigðismálum

Samkvæmt úttekt tryggingafélagsins William Russel í 26 löndum á því hvar best sé að búa út frá geðheilsusjónarmiðum rekur Ísland lestina. Af 10 mögulegum fær Ísland 1,6 í einkunn á meðan Svíþjóð, sem er á toppnum, fær 7,13. Rannsóknir tryggingafélaga eru kannski ekki áreiðanlegustu lýðheilsuvísarnir en þó verður að horfa til þess að tryggingafélög hafa engan áhuga á að ofmeta eða vanmeta aðstæður þar sem það getur komið niður á afkomu þeirra.

Lesa meira
20. júní 2022
Ályktun frá Landssamtökunum Geðhjálp og Landssamtökunum Þroskahjálp

Níunda maí sl. skilaði þriggja manna sérfræðinganefnd sem skipuð var af forsætisráðherra skýrslu sinni um undirbúning rannsóknar á aðbúnaði og meðferð fullorðins fatlaðs fólks með þroskahömlun og fullorðinna með geðrænan vanda. Umboð nefndarinnar byggðist á ályktun Alþings Íslendinga sem fól forsætisráðherra skipun nefndarinnar.

Lesa meira
15. júní 2022
Opnað fyrir umsóknir í Styrktarsjóð geðheilbrigðis í annað sinn

Styrktarsjóður geðheilbrigðis auglýsir eftir umsóknum í annað sinn en tilgangur sjóðsins er að stuðla að framförum í geðheilbrigðismálum með því að veita styrki til verkefna sem geta bætt geðheilbrigði íbúa Íslands og/eða skilning þar á. Fyrsta úthlutun Styrktarsjóðs geðheilbrigðis fór fram þann 14. nóvember 2021.

Lesa meira
9. júní 2022
Vegna stjórnsýsluúttektar RND og umræðu um geðheilbrigðismál

Stjórn landssamtakanna Geðhjálpar fagnar því að Ríkisendurskoðun hafi gert stjórnsýsluúttekt á geðheilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Niðurstöður úttektarinnar koma samtökunum ekki á óvart en eru vitnisburður um þá stöðu sem geðheilbrigðismál á Íslandi eru í og hafa verið um árabil.

Lesa meira
9. maí 2022
Geðlestin heimsækir hundraðasta skólann

Geðlestin heimsótti hundraðasta grunnskóla landsins þegar lestin mætti í Fellaskóla í Fellabæ í morgun. Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla sem byggir á þeirri staðreynd að við búum öll við geð rétt eins og við erum með hjarta. Fræðslan fer þannig fram að fyrst er spilað myndband, því næst segir ungur einstaklingur frá sinni persónulegu reynslu af geðrænum áskorunum, eftir það eru umræður og loks stutt tónlistaratriði.

Lesa meira
28. apríl 2022
Viðbrögð stjórnar landsamtakanna Geðhjálpar við stjórnsýsluúttekt Ríkisendurskoðunar á geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi

Stjórn landssamtakanna Geðhjálpar fagnar því að Ríkisendurskoðun hafi unnið stjórnsýsluúttekt á geðheilbrigðisþjónustunni á Íslandi. Niðurstöður úttektarinnar koma samtökunum ekki á óvart en eru vitnisburður um þá stöðu sem geðheilbrigðismál á Íslandi eru í og hafa verið um árabil.

Lesa meira
23. apríl 2022
Aðalfundur landssamtakanna Geðhjálpar

Aðalfundur landssamtakanna Geðhjálpar var haldinn 23. apríl sl. á dagskrá voru hefðbundin aðalfundarstörf. Formaður var kjörinn, til næstu tveggja ára, Héðinn Unnsteinsson. Kosningu hlutu í aðalstjórn þau: Elín Ebba Ásmundsdóttir, Kristinn Tryggvi Gunnarsson, Sigmar Þór Ármannsson og Sveinn Rúnar Hauksson. Í varastjórn hlutu kosningu: Elín Atim og Guðrún Þórsdóttir. Í stjórn voru fyrir þær Sigrún Sigurðardóttir og Sigríður Ólafsdóttir.

Lesa meira
21. apríl 2022
Litrík blómabreiða

Sumardagurinn fyrsti er í dag og með honum fyrirheit um bjarta sumardaga. Flest okkar þekkja þessa undursamlegu tilfinningu sem fylgir því að halla sér aftur í litríka blómabreiðu hæst á heiðum og finna hvernig lífstakturinn nær samhljómi við náttúruna. Á því andartaki er eflaust hægt að mæla geðheilsu okkar sem góða en almennt eru fáir mælikvarðar til á geðheilsu. Það liggur í eðli hugtaksins „geðheilbrigði“, sem er margvítt og byggist, ásamt frávikum þess, á hugsun, einhverju sem við höfum þó aldrei getað skilgreint og jafnvel ekki skilið.

Lesa meira
15. apríl 2022
Aðalfundur 2022

Aðalfundur Landssamtakanna Geðhjálpar verður haldinn í sal Geðhjálpar, Borgartúni 30, laugardaginn 23. apríl kl. 14. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, m.a. kosning fulltrúa í stjórn og umfjöllun um ársskýrslu og ársreikning samtakanna. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Lesa meira
13. apríl 2022
Gleðilega páska

Lokað er hjá Geðhjálp yfir páskana, frá 14.-18. apríl. Símar sem eru alltaf opnir eru hjá Rauða krossinum, sem er Hjálparsími 1717, og hjá Píeta samtökunum sem er 552-2218.

Ef um neyðartilvik er að ræða er hægt að hringja í 112 eða leita á bráðamóttöku geðsviðs Landspítalans. Þar er opið allan sólarhringinn en opnunartími á Hringbraut er 12-19 virka daga og 13-17 um helgar og helgidaga. Síminn þar er 543-4050 og 543-1000.

Lesa meira
31. mars 2022
Viðbrögð landssamtakanna Geðhjálpar við heimsóknarskýrslu Umboðsmanns Alþingis

Í skýrslu Umboðsmanns Alþingis frá 30. mars 2022, í kjölfar eftirlitsheimsóknar á bráðageðdeild Landspítalans 32-C, koma fram alvarlegar ábendingar er varða mannréttindi og mannhelgi notenda geðheilbrigðisþjónustu Landspítalans.

Lesa meira
30. mars 2022
Geðlestin aftur komin á fulla ferð

Það er vor í lofti og loksins hefur daginn tekið að lengja. Slíkt hefur eitt og sér oft jákvæð áhrif á líðan og geðheilsu fólks en þó þarf að hlúa að geðinu með því að leggja rækt við það, rétt eins og ávinningur þess að hreyfa sig, borða hollan mat og fá nægan svefn skilar sér í betri heilsu.

Lesa meira
28. mars 2022
Aðalfundur Geðhjálpar 2022

Aðalfundur Landssamtakanna Geðhjálpar verður haldinn í sal Geðhjálpar, Borgartúni 30, laugardaginn 23. apríl kl. 14. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, m.a. kosning fulltrúa í stjórn og umfjöllun um ársskýrslu og ársreikning samtakanna. Félagsmenn eru hvattir til að mæta.

Lesa meira
14. mars 2022
Lög um réttindi sjúklinga – (endurtekin) og eindræg ósk um raunverulegt samráð

Í dag 14. mars ætlar heilbrigðisráðherra, samkvæmt dagskrá Alþingis, að leggja fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um réttindi sjúklinga. Ráðherra má vera ljóst að þessi vinnubrögð koma Geðhjálp og umbjóðendum samtakanna verulega á óvart.

Lesa meira
18. febrúar 2022
Vinningshafar í G-vítamín happdrættinu dregnir út

Síðastliðinn mánuð hefur Geðhjálp boðið upp á 30 skammta af G-vítamíni á þorranum, litlum og léttum ráðum sem er ætlað að rækta geðheilsuna. Dagatalið með þessum 30 skömmtum var einnig happdrættismiði, en dregið var úr seldum miðum þann 18. febrúar, hjá Sýslumanni á höfuðborgarsvæðinu. Allur ágóði af sölu dagatalsins fer í Styrktarsjóð geðheilbrigðis.

Lesa meira
26. janúar 2022
G-vítamín dagatalið í sölu til 3. febrúar

Oft hefur þörfin verið mikil en sjaldan hefur verið jafn nauðsynlegt og nú að fá sér hraustlega af G-vítamíni. Þar kemur G-vítamín dagatal Geðhjálpar sterkt til leiks, annað árið í röð. Dagatalið kostar aðeins 2.500 krónur en það er auk þess happdrættismiði með fjölda stórglæsilegra vinninga, en allur ágóði rennur til Styrktarsjóðs geðheilbrigðis.

Lesa meira
10. janúar 2022
G-vítamín á þorranum

Við þurfum öll að rækta og vernda geðheilsu okkar. Geðrækt allt lífið, bætir, hressir og kætir. Geðhjálp býður því 30 skammta af G-vítamíni á þorranum; lítil og létt ráð sem er ætlað að bæta geðheilsu. Dagatalið er jafnframt happdrættismiði og fer allur ágóði af sölu þess í Styrktarsjóð geðheilbrigðis.

Lesa meira
27. desember 2021
Framtíð geðheilbrigðismála

Á hverjum degi síðastliðna 22 mánuði hafa íslensk stjórnvöld birt tölulegar upplýsingar um Covid-faraldurinn. Hversu margir greinast, eru í sóttkví, eru inniliggjandi, eru á gjörgæslu, eru á öndunarvél og hafa látist. Haldnir hafa verið hundruð upplýsingafunda og að afloknum nær öllum ríkisstjórnarfundum tímabilsins inna fjölmiðlar ráðherra viðbragða við minnisblöðum sóttvarnarlæknis.

Lesa meira
22. desember 2021
Jólakveðja og jólalokun Geðhjálpar 2021

Við óskum þér og þínum gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári með innilegri þökk fyrir stuðninginn á árinu sem er að líða. Skrifstofa Geðhjálpar verður lokuð frá 23. desember til 2. janúars en við höldum ótrauð áfram í okkar starfi og hér eru nokkur verkefni sem við munum halda áfram með á nýju ári.

Lesa meira
7. desember 2021
Umsögn um fjárlagafrumvarp 2022

Landssamtökin Geðhjálp reka starfsemi samtakanna að stórum hluta með sjálfsaflarfé. Hlutfall rekstrar sem greitt er fyrir með opinberum styrkjum er um 20-30%. Framlög hins opinbera til Geðhjálpar hafa til þessa farið í gegnum styrkjakerfi ráðuneyta heilbrigðis- og félagsmála

Lesa meira
6. nóvember 2021
Hvatning til komandi ríkisstjórnar

Landssamtökin Þroskahjálp, Landssamtökin Geðhjálp og Öryrkjabandalag Íslands hvetja komandi ríkisstjórn Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, til að setja í sáttmála sinn skýran vilja til breytinga og endurskoðunar á framfærslukerfi almannatrygginga.

Lesa meira
1. nóvember 2021
Geðlestin farin af stað

Geðlestin er samstarfsverkefni Geðhjálpar og Hjálparsíma Rauða krossins 1717. Geðlestin er geðfræðsla fyrir nemendur í efri bekkjum grunnskóla og framhaldsskóla sem byggir á þeirri staðreynd að við búum öll við geð rétt eins og við erum með hjarta. Geðlestin verður á ferðinni um landið í allan vetur.

Lesa meira
19. október 2021
Áhugaverðar og fróðlegar bækur & hlaðvörp

Í nýjasta Geðhjálparblaðinu er að finna áhugaverðar bækur og hlaðvörp um geðheilsu, líkt og Walking the Tiger: Healing the Trauma, sem veitir nýja sýn á áföll og hvernig við sem manneskjur vinnum úr þeim, og The Ultimate Health Podcast, þar sem rætt er við helstu sérfræðinga í heiminum á sviði heilsu og lífsstíls.

Lesa meira
19. október 2021
9 aðgerðir til þess að setja geðheilsu í forgang

Landssamtökin Geðhjálp vill setja 9 aðgerðir á oddinn til þess að setja geðheilsu í forgang, til að mynda að gera heildarúttekt á umfangi og framkvæmd geðheilbrigðisþjónustu á Íslandi, stórauka stuðning og fræðslu fyrir foreldra, hefja niðurgreiðslu sálfræðiþjónustu og koma á fót Geðráði, breiðum samráðsvettvangi um geðheilbrigðismál.

Lesa meira
18. október 2021
Samtal um geðheilbrigði á Arctic Circle

Geðhjálp, Háskólinn á Akureyri og Bergið headspace voru með málstofu á Arctic Circle-ráðstefnunni um málefni norðurslóða sem fram fór í Hörpu dagana 14.-17. október. Ráðstefnan var sótt var af stjórnmálamönnum, sérfræðingum og áhugafólki um hnattræna hlýnun víðsvegar að úr heiminum.

Lesa meira
14. október 2021
Fyrsta úthlutun Styrktarsjóðs geðheilbrigðis

Fimmtudaginn 14. október fór fram fyrsta úthlutun Styrktarsjóðs geðheilbrigðis í Sunnusal Iðnó. Alls bárust 54 umsóknir til Styrktarsjóðs geðheilbrigðis samtals að upphæð 137.275.000 kr. Margar þessara umsókna þóttu til fyrirmyndar en sjóðurinn hafði yfir að ráða 10 m.kr. til þessarar fyrstu úthlutunar og því ljóst að ekki yrði hægt að styrkja mörg góð verkefni.

Lesa meira
14. október 2021
Útilokum nauðung og þvingun við meðferð

Undanfarin misseri og lengra aftur höfum fengið fréttir af málum sem tengjast þvingandi aðgerðum gagnvart notendum geðsviðs Landspítalans. Lyfjaþvinganir, innilokun á herbergi, útivistarbann, símabann, skömmtun á mat og kaffi og jafnvel líkamlegt og andlegt ofbeldi. Hluti þessara aðgerða er tilkominn vegna mönnunarvanda og óhentugs húsnæðis en stærstur hluti er vegna kerfisvanda og gamaldags hugmyndafræði sem byggir um of á öryggismenningu. Ferlar meðferðar sem boðið er upp á taka ekki tillit til þarfa notenda heldur virðast byggja á þörfum starfsmanna.

Lesa meira
13. október 2021
Ekki kraftaverkalækning en byggt á samlíðan og skilningi

George Goldsmith er stjórnarformaður, framkvæmdastjóri og einn stofnenda Compass Pathways, alþjóðlegs fyrirtækis sem hefur það að markmiði að leita leiða til að bæta geðheilbrigðiskerfi og meðferðir við geðrænum sjúkdómum. George var staddur hér á landi nýlega og við notuðum tækifærið til að spyrja hann út í meðferð með psilocybin og þann grunn sem hann telur nauðsynlegt að geðheilbrigðisstarfsemi byggi á.

Lesa meira
12. október 2021
Markmiðið að listafólk og notendur skapi list saman

Edna Lupita fylgdi hjartanu þegar hún fór frá Mexíkó til Íslands fyrir rúmum tuttugu árum. Edna segist hafa farið á hnefanum í gegnum geðrænar áskoranir þar til hún gat ekki meira og leitaði sér aðstoðar. Hún er búin að semja við djöflana sína og saman finna þau sér útrás í gegnum dans og markmiðið að deila dansinum með öðrum.

Lesa meira
11. október 2021
„Ég er yfir mig ástfanginn af lífinu“

Bergþór Grétar Böðvarsson lagðist fyrst inn á geðdeild Borgarspítalans í lok árs 1989, glímdi þá við kvíðakvilla, þunglyndi og persónuleikatruflun en greindist seinna með geðhvörf. Bergþór er þakklátur fyrir að hafa strax fengið aðstoð og innlögn á geðdeild, en segir margt hafa breyst á síðastliðnum 30 árum. Á þeim tíma sem hann greindist voru úrræðin fá og eftirfylgnin engin og varði Bergþór rúmum áratug í að leita ítrekað aftur eftir þjónustu geðdeildar.

Lesa meira
10. október 2021
Fréttatilkynning frá Geðhjálp í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10. október

Í tilefni af Alþjóða geðheilbrigðisdeginum 10. október og yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræðum sendi Geðhjálp í dag öllum formönnum stjórnmálaflokka, sem sæti eiga á Alþingi, bréf um mikilvægi þess að setja geðheilsu í forgang við gerð stjórnarsáttmála.

Lesa meira
1 3 4 5 6 7 10
Geðhjálp
Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík
Opið mán - fim: 9 - 15 og  fös: 9 - 12
Styrktarreikningur: 0357-22-2095 | kt: 531180-0469
Geðhjálp 2009 - 2020 Allur réttur áskilinn
Gamli vefur Geðhjálpar
linkedin facebook pinterest youtube rss twitter instagram facebook-blank rss-blank linkedin-blank pinterest youtube twitter instagram