Fyrr á þessu ári bauð Geðhjálp upp á 30 skammta af G-vítamíni á þorranum, litlum og léttum ráðum sem er ætlað að rækta geðheilsuna. Dagatalið með þessum 30 skömmtum var einnig happdrættismiði en allur ágóði af sölu dagatalsins fór í Styrktarsjóð geðheilbrigðis. Þann 18. febrúar síðastliðinn var dregið úr seldum happdrættismiðum hjá Sýslumanni á höfuðborgarsvæðinu en vinningar skulu sóttir fyrir 30. september 2021.