Maí er alþjóðlegur mánuður geðheilbrigðis en af því tilefni heldur Mental Health Europe geðheilsuviku í fimmta sinn 13. til 19. maí 2024 með það að markmiði að vekja athygli á mikilvægi geðheilbrigðis og þess að draga úr fordómum og mismunun fólks með geðrænar áskoranir. Þemað fyrir geðheilsuviku þessa árs er „Betri saman: Sköpum framtíð geðheilbrigðis í sameiningu“.